Flýtitenglar

Uppbyggingarsjodur

Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður. Hlutverk sjóðsins er að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni, auk þess veitir sjóðurinn stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála.

Uppbyggingasjóður lítur sérstaklega til verkefna sem jafna stöðu kynjanna og aldurshópa á svæðinu. Auk þess hafa þær umsóknir forgang sem falla að einni eða fleirum af eftirtöldum áherslum.

Á sviði menningar:

  • Verkefni sem hvetja til samstarfs einstaklinga, hópa, svæða, landa eða listgreina
  • Verkefni sem fela í sér frumsköpun á sviði lista
  • Verkefni sem draga fram sérstöðu svæðisins
  • Verkefni sem efla atvinnustarfsemi á sviði lista og menningar
  • Verkefni sem fela í sér listsköpun fólks á aldrinum 18-25 ára

Á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar:

  • Verkefni sem stuðla að nýtingu auðlinda svæðisins til atvinnusköpunar
  • Verkefni sem til þess eru fallin að auka fjölbreytni atvinnutækifæra
  • Verkefni sem stuðla að samstarfi atvinnulífs við háskóla og/eða aðrar þekkingarstofnanir
  • Verkefni sem stuðla að þekkingaryfirfærslu á svæðið
  • Verkefni sem styðja markmið Sóknaráætlunar Norðurlands eystra

.

Sorry, no posts matched your criteria.