Flýtitenglar

SANA – Samtök atvinnurekenda á Norðausturlandi

Stofnfundur samtaka atvinnurekenda á Norðausturlandi (SANA) var haldinn á Húsavík 9. nóvember 2011.

Hlutverk og markmið samtakanna eru:

  • Að gæta hagsmuna atvinnurekenda á Norðausturlandi, þ.e. á starfssvæði Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, frá Þingeyjarsveit í vestri til Langanesbyggðar í austri.
  • Að vera vettvangur fyrir umræður og tengslanet forsvarsmanna fyrirtækja á svæðinu.
  • Að standa að verkefnum sem miða að eflingu, nýsköpun, innbyrðis viðskiptum og samvinnu fyrirtækja á Norðausturlandi.
  • Að vera málsvari hagsmunaaðila varðandi uppbyggingu og þróun innviða og þjónustu, s.s. samgöngu- og fjarskiptamála, skipulagsmála, umhverfismála og annarra málaflokka sem snúa að sveitarfélögunum, ríkisvaldinu og öðrum opinberum aðilum.
  • Að beita sér fyrir umræðum, fræðslu og aðgerðum um atvinnumál á Norðausturlandi.
  • Að beita sér fyrir jákvæðri umfjöllun sem tengist atvinnulífi á svæðinu.

Stjórn félagsins starfsárið 2015-2016

Pétur Snæbjörnsson – Hótel Reynihlíð hf. – formaður
Helgi Kristjánsson – Vélsmiðjan Grímur ehf.
Guðmundur Vilhjálmsson – Velavörur ehf.

Varamenn:

Böðvar Bjarnason – Mannvit hf.
Þorvaldur Þór Árnason – Bílaleiga Húsavíkur ehf

Þeir sem áhuga hafa á að ganga í samtökin geta haft samband við einhvern stjórnarmanna eða sent tölvupóst á reinhard@atthing.is með upplýsingum um nafn og kennitölu fyrirtækis/rekstraraðila.