Flýtitenglar

Öxarfjörður í sókn

 

Öxarfjarðarhérað var tekið inn í verkefnið Brothættar byggðir í enda árs 2015 og formlega sett á laggirnar með íbúaþingi þriðju helgina í janúar 2016.

Öxarfjarðarhérað er ríkt þegar kemur að góðu landi til matvælavinnslu og er þar öflug lambakjötsframleiðsla. Þar er einnig verið að rækta rófur og gulrætur, fiskeldi og ýmislegt annað sem snýr að notkun lands til framleiðslu.

Þar hefur einnig ferðaþjónusta verið að færast í aukana og nær Vatnajökulsþjóðgarður alla leið í fjörðinn og þar er Ásbyrgi sem oft er talið með helstu náttúruperlum Íslands.