Flýtitenglar

Sumaropnun skrifstofu AÞ

Skrifstofa Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga verður opin í sumar frá kl. 8 – 16. 
Vegna sumarleyfa verður lokað í tvær vikur, frá 23. júlí – 3. ágúst.

Kynningarfundur á vegum Thorsil ehf.

Thorsil ehf., sem áformar að byggja kisilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík, hefur auglýst drög að matsáætlun til kynningar fyrir almenningi. Af því tilefni boðar Thorsil til almenns fundar á Húsavík þar sem verkefnið verður kynnt. Fundurinn verður haldinn í sal Framsýnar stéttarfélags, þriðjudaginn 26. júní kl 17:00.

Hvatningarverðlaun AÞ afhent í ellefta sinn.

Á aðalfundi AÞ sem fram fór 18.maí sl. voru hvatningarverðlaun Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga afhent í ellefta sinn.

Í samþykkt stjórnarinnar um tilgang hvatningarverðlaunanna segir:
“Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga skal á hverju ári veita viðurkenningu, eina eða fleiri, fyrir framúrskarandi starf á starfssvæði félagsins.
Viðurkenningin getur verið fyrir: Nýsköpun, góðan árangur í rekstri, frumkvæði eða annað það sem styrkir atvinnulífið og gerir það fjölbreyttara. Einnig er hægt að veita viðurkenningu fyrir góðan árangur í opinberri þjónustu og árangursríku menningarstarfi . Viðurkenninguna skal veita á aðalfundi félagsins ár hvert.”

Að þessu sinni ákvað stjórn AÞ að veita Mýflugi hf. og stjórnendum félagsins viðurkenningu fyrir þrautseigju og útsjónarsemi við að halda úti sérhæfðri flugstarfsemi í meira en aldarfjórðung. Meira →

Fræðslu- og þróunarverkefni í svæðisbundinni matargerð

Ertu með hugmynd að nýjungum í svæðisbundinni matargerð eða matartengdri upplifun?
Krásir – matur úr héraði veitir einstaklingum og litlum fyrirtækjum á landsbyggðinni styrki til nýjunga í svæðisbundinni matargerð og matartengdrar upplifunar fyrir ferðamenn. Styrkir geta að hámarki numið 50% að kostnaði við verkefnið. Ekki eru veittir styrkir til fjárfestinga í s.s. tækjum og búnaði.
Umsóknafrestur hefur verið framlengdur og óskast umsóknir fyrir 18. júní 2012. Meira →

Jónsvika, vinnuvika listamanna í Kaldbak

FRAFL undirbýr nú vinnuviku 7 ungra og upprennandi listamanna. Verkefnið er unnið í samstarfi við Úti á Túni, Kaldbakskot og Norðurþing en fjölmargir aðrir koma að verkefninu, m.a. Íslandsbanki, Skipaagreiðslan, Orkuveita Húsavíkur, Mannvit, Landsbankinn, GPG, Víkurraf, Vísir, Bakkakaffi ofl.
Vinnuvikan mun fara fram í Kaldbak Húsavík, dagana 10. – 16. júní nk.  Meira →