Flýtitenglar

Opið fyrir umsóknir í 7. rannsóknaáætluninni

7. rannsóknaráætlun ESBOpnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki í 7. rannsóknaáætlun ESB en hún gildir fyrir árin 2007-2013. Markmið áætlunarinnar er að styðja við rannsóknir á öllum fræðasviðum í gegnum samstarfsverkefni Evrópuþjóða og fjölmargra landa utan Evrópu, með það fyrir augum að gera Evrópu að fremsta þekkingarsvæði heimsins. Íslendingar eru fullgildir aðilar að áætluninni í gegnum EES samninginn. Meira →

Flug til Húsavíkur árið um kring

Flugfélagið Ernir hefur tekið þá ákvörðun að halda flugi til Húsavíkur áfram allt árið um kring og munu bókanir í flugin í vetur hefjast í dag 30. Júlí.

Áætlunarflug hófst á Húsavík 15. Apríl 2012 eftir um 14 ára bið heimamanna eftir reglubundnu áætlunarflugi og var  um tilraunaverkefni að ræða út september sama ár. Þróunin á þessari flugileið hefur hins vega verið á þá leið að ákvörðun var tekin um að opna fyrir flug allt árið til og frá Húsavík .

Meira →

Sumaropnun skrifstofu AÞ

Skrifstofa Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga verður opin í sumar frá kl. 8 – 16. 
Vegna sumarleyfa verður lokað í tvær vikur, frá 23. júlí – 3. ágúst.