Flýtitenglar

Auglýst eftir IPA-verkefnistillögum

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur auglýst eftir hugmyndum að IPA-verkefnum á Íslandi en markmið þeirra er að undirbúa mögulega þátttöku í uppbyggingarsjóðum ESB komi til aðildar að sambandinu.
Auglýst er eftir verkefnum á sviði:

  • Atvinnuþróunar og byggðamála
  • Velferðar- og vinnumarkaðsmála

Til ráðstöfunar eru u.þ.b. 8,3 milljónir evra.  Stefnt er að því að verja þeim til allt að 20 verkefna um allt land á árinu 2013.
Verkefni skulu taka mið af „Ísland 2020“ stefnumörkuninni og vera unnin í samstarfi a.m.k. þriggja aðila.  Lágmarksstyrkur til hvers verkefnis er 200 þús. evrur og að hámarki ein milljón evra.

Umsóknarfrestur er til 30. nóvember 2012. Meira →

Menningarráð Eyþings auglýsir stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála

Menningarráð Eyþings auglýsir nú í fyrsta sinn eftir umsóknum um stofn- og rekstrarstyrki á grundvelli viðauka menningarsamnings mennta- og menningarmálaráðuneytis við Eyþing. Þetta eru styrkir sem Alþingi veitti áður.
Tilgangur styrkjanna er að efla starfsemi á sviði lista, safna og menningararfs. Styrkirnir miðast við starfsemi árið 2012. Meira →

Stofnfundur Mýsköpunar

Nú líður að stofnfundi Mýsköpunar, félags sem hefur verið komið á laggirnar að frumkvæði sveitastjórnar Skútustaðahrepps en auk þeirra hafa fulltrúar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Háskólanum á Akureyri og Matís komið að undirbúningi félagsins. Kynningarfundur um verkefnið var haldinn í júní sl. og var hann vel sóttur. Stofnfundur er fyrirhugaður í Reykjahlíðarskóla 12. september nk. kl. 16.   Meira →

Fuglastígurinn á Birdfair 2012

Hin árlega fuglaskoðarahátíð Birdfair fór fram í Rutland á Englandi dagana 17-19 ágúst. Birdfair hátíðin fagnar 25 ára afmæli á næsta ári en hún hefur unnið sér sess sem stærsti viðburður í heimi á vetvangi fuglaskoðunar. Hefur hún m.a. verið nefnt Glastonbury hátíð fuglaskoðara. Meira →