Flýtitenglar

132 umsóknir bárust í Uppbyggingarsjóð

Umsóknarfrestur vegna umsókna í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra fyrir árið 2019 rann út 7. nóvember sl. Alls bárust 132 umsóknir þar sem samtals var sótt um rúmlega 305 mkr. Þar af voru 50 umsóknir um samtals 161 mkr. til atvinnuþróunar og nýsköpunar og 82 umsóknir um samtals 145 mkr. til menningarstarfs.  Á næstu vikum verða umsóknir metnar og stefnt að úthlutun í byrjun febrúar 2019.

Mannamót 2019 – skráning hafin

Markaðsstofa Norðurlands vekur athygli á því að skráning er hafin á MANNAMÓT 2019. Viðburðurinn hefur verið vel sóttur síðustu ár, en nú hefur verið ákveðið að gera breytingu á staðsetningu hans. Að þessu sinni verður Mannamót haldið Kórnum í Kópavogi, fimmtudaginn 17. janúar, 2019.

Meira →

Menningarbrunnur kominn í loftið

Eyþing og SSNV hafa nú opnað viðamikinn gagnagrunn um menningartengda þjónustu á Norðurlandi sem nefnist Menningarbrunnur – Gagnagrunnur um menningarstarf á Norðurlandi. Skráning í grunninn er aðilum að kostnaðarlausu og verður skráning og viðhald upplýsinga í höndum Eyþings og SSNV. Meira →