Flýtitenglar

Ný áfangaskýrsla um Norðurstrandarleið

Nú er þriðja áfangaskýrslan um Arctic Coast Way – Norðurstrandarleið komin út. Í skýrslunni er fjallað um þróun á upplifunum, en sú vinna er unnin í samstarfi við breska ráðgjafafyrirtækið Blue Sail. Í vinnunni er öllum hagsmunaðilum boðið að taka þátt, með því að horfa á Norðurstrandarleið sem áfangastað; Meira →

Spennandi tækifæri á Raufarhöfn – Tvö störf í boði fyrir öfluga einstaklinga

Raufarhöfn hefur undanfarin ár verið þátttakandi í byggðaeflingar-verkefninu Raufarhöfn og framtíðin og hafa mörg skref verið stigin í uppbyggingu á svæðinu. Vegna þessarar uppbyggingar eru nú meðal annars tvö störf í boði fyrir áhugasama um uppbyggingu þorp­sins á sviði atvinnu- og samfélagsþróunar og í tengslum við náttúru­rannsóknir. Í þorpinu er nægjanlegt framboð af húsnæði, heilbrigðis-þjónusta, leik- og grunnskóli, dagvöruverslun, banki og pósthús. – Nánari upplýsingar

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra úthlutar 100 milljónum

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra hefur hefur úthlutað 100 milljónum króna í styrki til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar á starfssvæði Eyþings fyrir árið 2018. Alls bárust 133 umsóknir, þar af 51 til atvinnuþróunar og nýsköpunar og 82 á sviði menningar. Samtals var sótt um rúmlega 271 m.kr.

Meira →

Styrkir til rannsókna á sviði byggðamála

Byggðarannsóknasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki til rannsókna á sviði byggðamála. Sjóðurinn hefur þann tilgang að efla byggðarannsóknir og bæta þannig þekkingargrunn fyrir stefnumótun og aðgerðir í byggðamálum. Umsækjendur geta verið einstaklingar, fyrirtæki, rannsókna-, þróunar- og háskólastofnanir eða aðrir lögaðilar. Umsóknarfrestur er til miðnættis 15. mars 2018.

Nánari upplýsingar og umsóknargögn á vef Byggðastofnunar