Flýtitenglar

Skemmtiferðaskip

Skemmtiferðaskipakomum hefur fjölgað talsvert í Norðurþingi og í fyrsta skipti í fyrra komu skip til Raufarhafnar. Til Húsavíkurhafnar koma líklega þetta sumarið 43 skip sem er gríðarleg fjölgun frá í fyrra.

Meira →

Atvinnuskapandi menning í bland við allskonar

Vigdís Rún Jónsdóttir menningarfulltrúi Eyþings kynnti sér svæðið á dögunum. Það líður að því að auglýstir verði til umsóknar styrkir úr Uppbyggingarsjóði Eyþings og er stór hluti þeirra eyrnamerktur menningarverkefnum. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir hlutverki menningar í samfélögum, bæði til að auka félagsauð og þar með aðdráttarafl svæðis. Einnig fylgja menningaruppbyggingu áhugaverð störf og því mikilvægt að atvinnuþróun og menningaruppbygging vinni vel saman.

Vigdís Rún setti saman stórgóða frétt á vef Eyþings þar sem farið er í gegnum heimsóknina og þá frétt má finna hér. Finna má fleiri myndir frá ferðinni inn á Facebook síðu Atvinnuþróunarfélagsins.

Verður blágrýti frá Norðurþingi heitasta æðið á næstu árum?

Fyrirtækið GYG flytur í dag út blágrýti frá Höfn í Hornafirði. Framkvæmdastjóri GYG mætti í heimsókn norðausturhornið um daginn til að skoða möguleikana sem felast í jarðefnum á svæðinu en eftirspurn eftir flutning á jarðefnum á milli landa eykst jafnt og þétt. Starfsmaður AÞ hefur haft milligöngu varðandi þetta mál og leiðsagði um svæðið.

Farið var til Raufarhafnar, skoðuð þar náma og svo Melrakkasléttan keyrð og fjörugrjót skoðað. Að lokum var farið að námum, einni við Húsavík og einni á Tjörnesi. Það verður spennandi að fylgjast með hvort eitthvað verður meira úr þessari skoðunarferð.

Ertu með hugmynd? Umsóknafrestur úr sjóð North Atlantic Tourism Association

AÞ vekur athygli á að nú er opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Veittir eru styrkir til markaðs- og þróunarverkefna annars vegar og ferðastyrkir hins vegar.

Umsóknafrestur rennur út á miðnætti 5. september. Sótt er um á vef NATA á rafrænum eyðublöðum sem þar eru. Meira →