Flýtitenglar

Átak til atvinnusköpunar – opið fyrir umsóknir

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr verkefninu Átaki til atvinnusköpunar. Veittir eru styrkir til nýsköpunarverkefna og markaðsaðgerða starfandi frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtækja.

Umsóknarfrestur er til hádegis 1. nóvember 2017.

Meira →

Kynningarfundir vegna umsókna í framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Ferðamálastofa stendur fyrir kynningarfundum vegna umsókna í framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Fyrstu fundirnir verða nk. þriðjudag, 10. október á Hótel KEA, Akureyri kl. 11:00-12:30 og í Seiglu á Laugum kl.15:00-16:30. Hægt að sækja um styrki til uppbyggingar, viðhalds og verndunar mannvirkja og náttúru á ferðamannastöðum sem eru í eigu eða umsjón sveitarfélaga eða einkaaðila. Einkaaðilar, starfsmenn sveitarfélaga og sveitastjórnarfólk er því sérstaklega hvatt til þess að mæta! Meira →

Innanlandsflug sem almenningssamgöngur

Málþing um innanlandsflug sem almenningssamgöngur verður haldið á Hótel Natura í Reykjavík, miðvikudaginn 4. október kl.13:00. Að þinginu standa atvinnuþróunarfélög landshluta í samstarfi við Byggðastofnun. Auk áhugaverðra innlendra erinda  verður kynning skosku leiðinni er Rachel Hunter, svæðisstjóri  hjá Highland and Island Enterprise,  fjallar um efnahagslegan og félagslegan ávinningi af fyrirkomulagi Skota.
SJÁ DAGSKRÁ MÁLÞINGSINS

Opið fyrir umsóknir í framkvæmdasjóð ferðamannastaða til 25. október

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2018. Umsóknarfrestur er til 25. október næstkomandi. Vakin er sérstök athygli á að í kjölfar lagabreytinga er nú í fyrsta sinn auglýst í samræmi við nýjar reglur sem um sjóðinn gilda. Sjóðurinn styrkir framkvæmdir sveitarfélaga og einkaaðila á ferðamannastöðum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Sjá nánar á síðu ferðamálastofu

Umsóknarfrestur styrkja AVS verður 1. desember

AVS rannsóknasjóður starfar á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og tekur á móti umsóknum um styrki til verkefna, sem auka verðmæti sjávarfangs.  Styrkirnir eru tvenns konar; annars vegar hefðbundnir rannsóknastyrkir sem geta verið allt að 12 milljónir kr. í þrjú ár og hins vegar styrkir til eins árs, allt að einni milljón kr. til minni verkefna eða forverkefna til undirbúnings stærri verkefna. Meira →