Flýtitenglar

Starfsmenn AÞ utan skrifstofu 22-23. janúar

Starfsmenn atvinnuþróunarfélagsins sitja ráðstefnu í Hveragerði um stefnur ríkisins í landshlutum, og verða því ekki við á skrifstofunni á Húsavík dagana 22. – 23. janúar.

Christin Schröder ráðin forstöðumaður Húsavíkurstofu

Christin Irma Schröder hefur verið ráðin forstöðumaður Húsavíkurstofu. Christin er þrítug að aldri og hefur undanfarið ár starfað hjá PriceWaterhouse Coopers en var áður í starfi aðstoðarmanns framkvæmdastjóra hjá PCC Bakki Silicon. Hún er með MS próf í fjölþjóðasamskiptum en lauk þar áður BA prófi í evrópufræðum. Christin hóf störf 15. janúar og hefur vinnuaðstöðu hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga að Garðarsbraut 5. – sjá nánar

Fundur um uppbyggingu flugvalla og efling innanlandsflugs

Skýrsla starfshóps á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um uppbyggingu flugvallakerfisins og eflingu innanlandsflugs verður kynnt af Njáli Trausta Friðbertssyni, alþingismanni og formanni  starfshópsins. Tillögur hópsins lúta m.a. að niðurgreiðslu flugfargjalda samkvæmt hinni svokölluðu skosku leið og uppbyggingu flugvalla landsins.

Skýrsluna í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

Fundurinn verður haldinn á Fosshótel Húsavík fimmtudaginn 10. janúar kl. 17:00

Allir velkomnir

Fundarstjóri er Reinhard Reynisson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga.

Jólakveðja

Skrifstofa AÞ verður lokuð á milli jóla og nýárs en opnar á ný 2. janúar.

Icelandic Startups; til sjávar og sveita

Icelandic Startups stendur fyrir Til sjávar og sveita í samstarfi við Íslenska Sjávarklasann og með stuðningi IKEA á Íslandi, Matarauðs Íslands, HB Granda og Landbúnaðarklasans. Í gegnum þessa bakhjarla fá þátttakendur aðgang að tengslaneti og fagþekkingu sem á engan sinn líka á Íslandi. Til sjávar og sveita á að vera uppspretta nýrra vara og þjónusta og varpa ljósi á tækifærin sem felast í sjálfbærri nýtingu auðlinda á Íslandi. Sjá nánar: https://www.tilsjavarogsveita.is/gallery/