Flýtitenglar

Norðurslóðaáætlunin opnar fyrir umsóknir 1. október 2017

Norðurslóðaáætlunin (NPA) er samstarfsverkefni Finnlands, Svíþjóðar, Skotlands, Írlands, Norður-Írlands, Íslands, Grænlands, Færeyja og Noregs. Markmið NPA er að aðstoða íbúa á norðurslóðum við að skapa þróttmikil og samkeppnishæf samfélög með sjálfbærni að leiðarljósi. Ástæða tilkynningarinnar núna er til að veita væntanlegum umsóknaraðilum rúman tíma til að þróa verkefnahugmyndir sínar, finna samstarfsaðila og tryggja mótframlög. – SJÁ NÁNAR

Kynningarfundur um endurskoðun byggðakvóta

Starfshópur um endurskoðun byggðakvótakerfisins boðar til opins kynningarfundar í félagsheimilinu á Raufarhöfn fimmtudaginn 6. júlí kl. 12-14. Sveitarstjórnarfólk og hagsmunaaðilar á svæðinu frá Vopnafirði til Kópaskers eru sérstaklega hvött til að mæta. Tillögur starfshópsins verða birtar opinberlega viku síðar, en frestur til að skila athugasemdum við tillögurnar rennur út í lok júlí.

Könnun á þjónustusókn

Á vegum Byggðastofnunar stendur nú yfir könnun á þjónustusókn íbúa sem framkvæmd er af Gallup. Með könnuninni er ætlunin að draga upp mynd af núverandi þjónustusókn og verða niðurstöðurnar  m.a. nýttar til að skilgreina rétt landsmanna til grunnþjónustu og meta aðgengi að þjónustu og setja fram tillögur til úrbóta þar sem þeirra er þörf. Til að þessi vinna verði sem marktækust er mikilvægt að allir þeir eru í úrtakinu bregðist vel við og svari könnuninni og leggja með því sitt lóð á vogarskálar betri búsetugæða í samfélaginu. Eru þingeyingar hvattir til að láta sitt ekki eftir liggja í þeim efnum og gera með því gott svæði enn betra.

Hvatningarverðlaun 2017

Hvatningarverðlaun félagsins voru veitt þeim hjónum á Reykjum í Fnjóskadal, Guðmundi Hafsteinnsyni og Karítas Jóhannesdóttur í tengslum við aðalfund félagsins sem fram fór að Stórutjörnum. Þetta er í sextánda sinn sem verðlaunin eru veitt en það var fyrst gert í tengslum við aðalfund félagsins árið 2002.

Meira →

Nýr liðsmaður hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga

Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hefur samið við Þórarin Egil Sveinsson um tímabundið átaksverkefni sem felst í ráðgjöf við styrkingu innviða fyrirtækja og greiningu tækifæra sem m.a. hafa skapast vegna þeirrar miklu uppbyggingar sem nú stendur yfir í héraðinu. Gert er ráð fyrir að verkefnið standi í a.m.k. 6-8 mán. en framvinda þess mun ráðast af áhuga fyrirtækjanna. Meira →