Flýtitenglar

Býrð þú yfir styrk?

Við minnum á að umsóknarfrestur um styrkveitingar úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra er til og með 15. febrúar. Ef þú ert með mótaða hugmynd að verkefni á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar eða menningarverkefni á starfssvæði Eyþings þá er ekki seinna vænna að sækja um. Öll nauðsynleg gögn má finna hér á síðunni. Nánari upplýsingar um styrki Uppbyggingarsjóðs á starfssvæði AÞ veitir Ari Páll Pálsson.

 

Ferðamannavegur um norðurströndina

Fimmtudaginn 9. febrúar verður kynningarfundur um þróun ferðamannavegar um norðurland. Fundurinn verður á Sölku á Húsavík kl. 12:00 – 13:00 og fer fram á ensku. Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að tilkynna þátttöku fyrir kl. 10:00 á netfangið gunnar@travelnorth.is.  Meira →

NATA auglýsir styrki til umsóknar

Nú er opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Umsóknafrestur rennur út á miðnætti 22. febrúar. Hægt er að sækja um styrki til tvenns konar verkefna:

  • Þróunar- og markaðsverkefna í ferðaþjónustu
  • Ferðastyrki, t.d. vegna skólahópa, íþróttahópa eða menningarverkefna

Vakin er athygli á að stjórn NATA leggur sérstaka áherslu á umsóknir sem tengjast sjálfbærri ferðamennsku. Umsóknir þurfa að fela í sér samstarf milli einstaklinga, stofnana eða fyrirtækja í tveimur af löndunum þremur hið minnsta.

Nánari upplýsingar á vef Ferðamálastofu

Viðtöl og vinnustofur fyrir umsóknir

Starfsmenn uppbyggingarsjóðs verða með viðtöl og vinnustofur á starfssvæði Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga í tengslum við komandi úthlutun úr sjóðnum þar sem veitt verður ráðgjöf við gerð umsókna. Á vinnustofum gefst umsækjendum tækifæri á að koma með umsóknir í vinnslu, fá aðstoð og leiðbeiningar.
Nauðsynlegt er að skrá sig í vinnustofur og panta viðtalstíma.
Sjá nánari upplýsingar