Flýtitenglar

Kynningarfundur um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Kynningarfundur vegna umsókna um styrki í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða verður haldinn á Veitingahúsinu Greifanum á Akureyri (efri hæð) miðvikudaginn 10. október næstkomandi kl. 13:00.
Fundinum verður einnig í beinni útsendingu á netinu.
Á fundinum mun starfsfólk Ferðamálastofu og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands fara yfir umsóknarferlið og svara spurningum en eins og fram hefur komið mun Meira →

Opið fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2019. Umsóknarfrestur er til 28. október næstkomandi. Framkvæmdasjóðurinn styrkir verkefni á ferðamannastöðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga jafnt sem einkaaðila sem uppfylla ákveðin skilyrði. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel reglur sjóðsins og vanda umsóknir.  sjá nánar 

MARKAÐSSÓKN Í FERÐAÞJÓNUSTU

Íslandsstofa boðar til upplýsingafundar miðvikudaginn 19. september kl. 8.30-10 um markaðssókn í ferðaþjónustunni. Þar verður farið yfir strauma og stefnur og verkefnin framundan hjá Íslandsstofu og þau gögn sem gagnast geta fyrirtækjum í ferðaþjónustu í sinni markaðssókn. Fundurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica en verður jafnframt streymt. – sjá nánar

Öxarfjörður í sókn – nýr verkefnastjóri

Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hefur ákveðið að ganga til samninga við Charlottu Englund í Birkifelli í Öxarfirði, eða Lottu, um ráðningu í starf verkefnastjóra Öxarfjarðar í sókn sem er eitt af verkefnum Brothættra byggða. Hún mun taka við starfinu af Bryndísi Sigurðardóttur sem ætlar aftur vestur á firði og taka þar við starfi sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps.

Lotta hefur komið víða við í námi og hefur undir beltinu kúrsa í þjóðfræði, náttúruvísindum, viðskiptafræði og ferðamálafræði ásamt því að hafa tekið námskeið í framleiðslu- og gæðastjórnun. Meira →