Flýtitenglar

Hvatningarverðlaun 2017

Hvatningarverðlaun félagsins voru veitt þeim hjónum á Reykjum í Fnjóskadal, Guðmundi Hafsteinnsyni og Karítas Jóhannesdóttur í tengslum við aðalfund félagsins sem fram fór að Stórutjörnum. Þetta er í sextánda sinn sem verðlaunin eru veitt en það var fyrst gert í tengslum við aðalfund félagsins árið 2002.

Meira →

Nýr liðsmaður hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga

Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hefur samið við Þórarin Egil Sveinsson um tímabundið átaksverkefni sem felst í ráðgjöf við styrkingu innviða fyrirtækja og greiningu tækifæra sem m.a. hafa skapast vegna þeirrar miklu uppbyggingar sem nú stendur yfir í héraðinu. Gert er ráð fyrir að verkefnið standi í a.m.k. 6-8 mán. en framvinda þess mun ráðast af áhuga fyrirtækjanna. Meira →

Aðalfundur – hvatningarverðlaun – málstofa

AÞ-logoAðalfundur Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga hf. verður haldinn á Hótel Eddu Stórutjörnum miðvikudaginn 21. júní nk. kl. 14:00.

Að loknum aðalfundarstörfum (áætlað um kl. 15:00) fer fram afhending hvatningarverðlauna félagsins í 16 sinn. Að því búnu fer fram málstofa undir yfirskriftinni
Samfélagsáhrif Vaðlaheiðarganga – viðhorf og væntingar
sjá nánar

Aukin upplýsingagjöf – Námskeið

Landsbjörg býður upp á námskeiðið Aukin upplýsingagjöf föstudaginn 2. júní kl. 11:00 í húsi björgunarsveitarinnar Súlna að Hjalteyrargötu á Akureyri. Um er að ræða sumarútgáfu af námskeiðinu þar sem á um 40 mín er farið í helstu atriði er varða upplýsingagjöf til ferðamanna er varða öryggi og aðstæður, s.s. hvernig á að bera upplýsingar fram, veðurspár og önnur hjálpartæki, hvernig á að aka yfir ár, klæðnað og helstu hjálpartæki sem starfsmenn geta nýtt sér. Meira →

Breyttar samgöngur milli Íslands og Grænlands – ný tækifæri

Á næstu árum verða umtalsverðar breytingar á samgöngum milli Íslands og Grænlands. Með þessum breytingum verða til ný tækifæri í ferðaþjónustu, vöruflutningum og frekara samstarfi milli landanna.

Í ljósi þessa fer fram kaupstefna í Nuuk í september 2017. Kaupstefnan er tvíþætt, annars vegar ráðstefna 5. september þar sem leiðandi aðilar kynna sitt sjónarhorn og ræða hvað þessar breytingar gætu þýtt fyrir viðskipti milli landanna. Hins vegar verður boðið upp á skipulagningu viðskiptafunda milli fyrirtækja 4. og 6. september, en það er kjörið tækifæri til að kanna möguleg viðskipti milli íslenskra og grænlenskra fyrirtækja. Áhugasamir þurfa að melda sig eigi síðar en 16. Júní. – Sjá nánar hér