Flýtitenglar

Skrifstofa AÞ lokuð 25.-26. apríl

Skrifstofa Atvinnuþróunarfélagsins er lokuð þriðjudaginn 25. apríl og miðvikudaginn 26. apríl vegna vorfundar þróunarfélaganna og ársfundar Byggðastofnunar. Starfsmenn munu vakta tölvupóst eftir því sem færi gefst.

Styrkir á sviði ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti styrkir félög, samtök, fyrirtæki eða einstaklinga, eftir því sem við á, til að styðja við áhugahópa og faglegt starf á sviði ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar. Umsækjendur skulu sækja um á rafrænu formi á umsóknavef Stjórnarráðsins. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti 25. apríl 2017. Ákvörðun um úthlutun mun liggja fyrir eigi síðar en 15. maí n.k. Meira →

Skráning hafin á Vestnorden

Skráning er hafin á ferðakaupstefnuna Vestnorden Travel Mart sem fram fer í Nuuk á Grænlandi dagana 18.- 21. september nk. Á Vestnorden koma saman ferðaþjónustuaðilar frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi, og ferðaheildsalar víðs vegar að úr heiminum.

Nánari upplýsingar og skráning hér

Hönnunarsjóður auglýsir eftir styrkumsóknum

Hönnunarsjóður minnir á að enn er opið fyrir umsóknir um styrki. Þetta er önnur úthlutun af fjórum í ár, en frestur til þess að sækja um rennur út á miðnætti 11. apríl 2017. Í þessari atrennu er hægt að sækja um markaðs-, þróunar- og verkefnastyrk. Auk þess sem hægt er að sækja um ferðastyrki.

Sjá nánar hér

Opinn íbúafundur um uppbyggingu á Bakka

Mynd af vef PCCOpinn íbúafundur um uppbyggingu orkufreks iðnaðar á Bakka verður haldinn á Fosshótel Húsavík miðvikudaginn 29. mars kl. 18:00. Á fundinum munu fulltrúar frá Norðurþingi, PCC BakkiSilicon, Vegagerðinni, Landsneti og Landsvirkjun fara yfir stöðu framkvæmda og svara spurningum.

sjá nánar