Flýtitenglar

Héraðsnefnd Þingeyinga bs. – vorfundur

Fyrsti fundur fulltrúaráðs Héraðsnefndar Þingeyinga bs. að afloknum sveitarstjórnarkosningum fer fram fimmtudaginn 28. júní kl. 13:00 á Fosshótel Húsavík. Fundurinn er opinn til áheyrnar á meðan húsrúm leyfir.

HÚH! Atvinnuþróunarfélagið fer í frí til að fylgjast með leiknum

Eins og einhverjir vita eru Íslendingar að fara að keppa við Nígeríu í undanriðli HM. Spennan er ótrúleg og hvarvetna á fólk erfitt með einbeitingu vegna stress eða eru hreinlega upptekið við að fara í gegnum alla hjátrúarrútínuna sem fylgir svona leikjum.

Starfsmenn AÞ ætla að hafa lokaða skrifstofu frá og með 14:00 í dag til að komast í gírinn og horfa svo vel peppuð á strákana okkar. Áfram Ísland!

Dreifing ferðamanna um landið

Nýjustu  niðurstöður talninga ferðamanna á áfangastöðum árið 2017 voru birtar í skýrslu sem gefin var út í maí 2018 af Ferðamálastofu. Höfundar skýrslunnar eru Rögnvaldur Ólafsson og Gyða Þórhallsdóttir.

Umferð um Hólasand eykst frá ári til árs, flesta mánuði ársins og hlutfallslega mest á haustmánuðum sem er gaman að sjá. Áhersla í þróun ferðaþjónustu hefur undanfarið verið á að fjölga ferðamönnum heilt yfir en þó sérstaklega á vor og haustmánuðum.

Skýrsluna í heild sinni má sjá hér. 

Staðbundin matvæli – fundur 7. júní

Boðað er til umræðufundar um staðbundin matvæli í fundarsal Seiglu á Laugum í Þingeyjarsveit fimmtudaginn 7. Júní kl. 15:00 – 17:00. Til fundarins boða Búnaðarsambönd suður- og norður-Þingeyinga, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, Matarskemman á Laugum og Matarauður Þingeyjarsýslu. Fundurinn er öllum opinn. Áhugafólk um staðbundin matvæli, framleiðendur og ferðaþjónustufólk er hvatt til að mæta. – Sjá nánar

Mætt á skrifstofuna

Nanna Steina Höskuldsdóttir

Nanna Steina Höskuldsdóttir verkefnastjóri atvinnu- og samfélagsþróunar á Raufarhöfn hefur nú komið sér fyrir í Ráðhúsinu við Aðalbraut númer 23 og eru íbúar Raufarhafnar hvattir til að leita til Nönnu og nýta starfskrafta hennar til hins ýtrasta. Nanna verður við á venjulegum skrifstofutíma, tölvupóstfang hennar er nanna@atthing.is og símanúmer 868 8647 og  464 9882.

Starf verkefnastjóra atvinnu- og samfélagsþróunar er samstarfsverkefni Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og Norðurþings og er meðal annars ætlað til að fylgja eftir verkefnum Brotthættra byggða. Nanna er starfsmaður Atvinnuþróunarfélagsins en um leið tengiliður samfélagsins við stjórnsýslu Norðurþings.