Flýtitenglar

Ferðavenjur erlendra ferðamanna sumarið 2016

Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) gaf nýverið út sex skýrslur um ferðavenjur og útgjöld erlendra gesta sumarið 2016 á sex áfangastöðum, þar á meðal Mývatnssveit og Húsavík. Skýrslurnar byggja á spurningakönnun sem hefur verið framkvæmd árlega frá sumrinu 2013 á alls ellefu stöðum. Höfundur og umsjónaraðili verkefnisins er Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir en rannsóknin var samstarfsverkefni Rannsóknamiðstöðvar ferðamála og Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Húsavík.
Skýrslurnar veita okkur mjög mikilvægar upplýsingar um þá erlendu ferðamenn sem hingað koma, s.s. hegðun þeirra og útgjaldamynstur, og hvernig þróunin er frá ári til árs.
Þar kemur m.a. fram að hlutfall næturgesta hefur lækkað töluvert síðustu ár, bæði í Mývatnssveit og á Húsavík, en þrátt fyrir það hefur gistinóttum á svæðinu frá Norðurþingi að Langanesbyggð fjölgaði um 84% á tímabilinu 2013-2016.
Hér má fá nánari upplýsingar um rannsóknina og skoða skýrslurnar.