Flýtitenglar

Hleypt lífi í Þingeyska matarbúrið!

Á aðalfundi Þingeyska matarbúrsins sem haldin var á Fosshótel Húsavík 2. júlí síðastliðinn var ný stjórn kosinn og hlutverk félagsins endurskoðað..

Ný stjórn félagsins er skipuð Birni Víkingi Björnssyni, Erni Loga Hákonarsyni, Guðrúnu Þ Gunnarsdóttur, Guðrúnu Tryggvadóttur, og Nönnu Steinu Höskuldsdóttur sem var kjörin formaður.

Þingeyska matarbúið er sameiginlegur vettvangur framleiðslu sem og veitingaþjónustugeirans í  Þingeyjarsýslum. Framundan er að kanna áhuga hagaðila á að halda matarmarkað á Húsavík í sumar og þjappa aðilum saman til að koma á frekari samvinnu t.d. varðandi dreifingarleiðir.

Fundurinn var góður og hugur í fólki og á næstu dögum verður hugur hagaðila enn frekar kannaður hvort að áhugi sé fyrir áframhaldandi starfi matarbúrsins.