Flýtitenglar

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra úthlutar 100 milljónum

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra hefur hefur úthlutað 100 milljónum króna í styrki til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar á starfssvæði Eyþings fyrir árið 2018. Alls bárust 133 umsóknir, þar af 51 til atvinnuþróunar og nýsköpunar og 82 á sviði menningar. Samtals var sótt um rúmlega 271 m.kr.

Uppbyggingarjóður er samkeppnissjóður og veitir verkefnastyrki til menningarverkefna, atvinnuþróunar og nýsköpunar auk stofn- og rekstrarstyrkja til menningarmála. Hann er hluti af samningi milli Eyþings og ríkisins um Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019.

Þetta er fjórða árið sem sjóðurinn starfar, og var nú í fyrsta sinn notast við rafræna umsóknargátt. Frestur til að skila inn umsóknum var 29. nóvember, en úthlutun styrkja fór fram fimmtudaginn 1. febrúar á Fosshóteli Húsavík. Alls fengu 85 verkefni styrkvilyrði samtals að upphæð 100 m.kr. og af þeim voru 36 verkefni á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og 49 á sviði menningar, þar af 12 stofn og rekstrarstyrkir og 37 menningarverkefni.

Styrkupphæðir til einstakra verkefna námu allt frá 125 þ.kr. til 5,5 m.kr. sem veitt var til verkefnisins Arctic Coast Way eða Norðurstrandarleið eins og það útleggst á íslensku. Tvö verkefni hlutu styrkvilyrði að upphæð 5 m.kr. stofn og rekstrarstyrki, annars vegar Ólafsfjarðarstofa og hins vegar Könnunarsögusafnið á Húsavík.

Heildaryfirlit yfir veitta styrki má sjá hér

Hópmynd af styrkþegum sem viðstaddir voru úthlutunarhátíðina – Myndir: Gaukur Hjartarson