Flýtitenglar

Opið fyrir umsóknir í framkvæmdasjóð ferðamannastaða til 25. október

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2018. Umsóknarfrestur er til 25. október næstkomandi. Vakin er sérstök athygli á að í kjölfar lagabreytinga er nú í fyrsta sinn auglýst í samræmi við nýjar reglur sem um sjóðinn gilda. Sjóðurinn styrkir framkvæmdir sveitarfélaga og einkaaðila á ferðamannastöðum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Sjá nánar á síðu ferðamálastofu