Flýtitenglar

Styrkir á sviði ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti styrkir félög, samtök, fyrirtæki eða einstaklinga, eftir því sem við á, til að styðja við áhugahópa og faglegt starf á sviði ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar. Umsækjendur skulu sækja um á rafrænu formi á umsóknavef Stjórnarráðsins. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti 25. apríl 2017. Ákvörðun um úthlutun mun liggja fyrir eigi síðar en 15. maí n.k. Hafi umsækjandi áður fengið styrk til verkefnis þarf að liggja fyrir greinargerð um framkvæmd þess og ráðstöfun styrkfjárins til þess að ný umsókn komi til greina.
Aðgangur er veittur á kennitölu umsækjanda og verður lykilorð sent viðkomandi á netfang sem hann gefur upp við nýskráningu. Lykilorðinu má breyta eftir innskráningu með því að opna Mínar stillingar.
Umsækjendur skrá sig inn með kennitölu og lykilorði. Einnig er hægt að nota rafræn skilríki við innskráningu.
Nánari upplýsingar veitir Hulda Lilliendahl  / netfang: hulda@anr.is