Flýtitenglar

Ísland frá A til Ö – ný vegferð í markaðssetningu áfangastaðarins

Íslandsstofa, í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands, boðar til fundar á Akureyri, mánudaginn 23. október, þar sem farið verður yfir nýjar markaðsáherslur og markhópagreiningu fyrir ferðaþjónustuna. Fundurinn verður í salnum Hömrum í Hofi kl. 11:30-14:00 og er öllum opinn. 

Dagskrá

Áherslur og helstu verkefni Markaðsstofu Norðurlands
Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands

Hverjir eru markhópar íslenskrar ferðaþjónustu – ný markhópagreining
Daði Guðjónsson, verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu

Ísland frá A til Ö – nýjar markaðsáherslur
Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu

Umræður um framtíðina

Skráning