Flýtitenglar

Staða sauðfjárræktar til umræðu

Á síðasta fundi stjórnar félagsins var sú grafalvarlega staða sem sauðfjárbændur á starfssvæði félagsins standa frammi fyrir til umræðu og var eftirfarandi bókun gerð:

Rætt um þá alvarlegu stöðu sem upp er komin hjá sauðfjárbændum eftir að afurðastöðvar tilkynntu um allt að 35% lækkun á kjötverði til þeirra. Ljóst er að sauðfjárrækt er einn af grunnatvinnuvegum svæðisins og gríðarlega mikilvæg í byggðalegu tilliti á ákveðnum hlutum  þess. Þá eru á starfssvæðinu reknar tvær afurðastöðvar ásamt verulegri kjötvinnslu. Stór áföll í greininni geta því hæglega leitt af sér samfélagsbrest með ófyrirséðum afleiðingum fyrir allt svæðið. Sérstök ástæða er til þess að minna á að stór hluti svæðisins er laus við helstu sauðfjársjúkdóma auk þess að vera vel fallinn til sauðfjárræktar hvað landgæði varðar. Það er því skynsamlegt í þjóðhagslegu tilliti að þannig verði unnið úr núverandi stöðu að sauðfjárrækt á svæðinu geti frekar eflst en að hún dragist verulega saman.