Flýtitenglar

Átak til atvinnusköpunar – opið fyrir umsóknir

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr verkefninu Átaki til atvinnusköpunar. Veittir eru styrkir til nýsköpunarverkefna og markaðsaðgerða starfandi frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtækja.

Umsóknarfrestur er til hádegis 1. nóvember 2017.

Markmið verkefnisins

  • Að styðja við þróun nýsköpunarhugmynda á fyrri stigum sem hlotið gætu frekari fjármögnun sjóða og fjárfesta
  • Verkefni sem eru nýjung og skapa ný störf
  • Að styðja við undirbúning og framkvæmd markaðsaðgerða frumkvöðla og fyrirtækja

Sérstök áhersla er lögð á

  • Verkefni sem eru nýjung og skapa ný störf
  • Ný verkefni í ferðamálum á sviði þjónustu, upplifunar og afþreyingar og geta stuðlað að því að dreifa ferðamönnum jafnar um landið

Styrkir geta að hámarki numið 50% af styrkhæfum kostnaði verkefnisins.

Umsóknarfrestur er til kl. 12:00 á hádegi þann 1. nóvember 2017

Nánari upplýsingar og rafræn umsóknareyðublöð á vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands