Flýtitenglar

Máfahátíð á Húsavík 9-10 mars

Máfahátíð verður haldin á Húsavík  dagana 9. og 10. mars nk. Fuglastígur á Norðausturlandi stendur fyrir hátíðinni í samstarfi við ýmsa aðila og er henni  ætlað að vekja athygli á ríku fuglalífi Norðurlands/Íslands að vetri til og hvernig það getur nýst samfélaginu. Þetta er í fyrsta skipti sem Máfahátíð er haldin hér, en sambærileg hátíð hefur verið haldin í Varanger í Norður Noregi á vegum Biotope, sem er samstarfsaðili Fuglastígs.

Hér fyrir neðan má sjá opna dagskrá hátíðarinnar, en ýmislegt fleira er á döfinni og má lesa meir um það á Facebook síðu AÞ.