Flýtitenglar

Kynningarfundir vegna umsókna í framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Ferðamálastofa stendur fyrir kynningarfundum vegna umsókna í framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Fyrstu fundirnir verða nk. þriðjudag, 10. október á Hótel KEA, Akureyri kl. 11:00-12:30 og í Seiglu á Laugum kl.15:00-16:30. Hægt að sækja um styrki til uppbyggingar, viðhalds og verndunar mannvirkja og náttúru á ferðamannastöðum sem eru í eigu eða umsjón sveitarfélaga eða einkaaðila. Einkaaðilar, starfsmenn sveitarfélaga og sveitastjórnarfólk er því sérstaklega hvatt til þess að mæta!

Í kjölfar lagabreytingar er ekki lengur gert ráð fyrir að ríkisstofnanir sæki í þennan sjóð. Einnig er nýmæli að ráðherra ferðamála hefur lagt áherslu á nýja ferðamannastaði til að dreifa ferðamönnum, sem endurspeglast í nýju gæðamati sjóðsins.

Dagskrá kynningarfunda

Á kynningarfundunum munu starfsmenn Ferðamálastofu m.a. fara yfir;

  • Breytingar á sjóðnum vegna breyttra laga og reglugerðar.
  • Hverskonar verkefni eru styrkhæf í sjóðinn og hver ekki.
  • Gæðamat sjóðsins og nýtt gæðamatsblað.
  • Umsóknarferlið og umsóknareyðublað sjóðsins.
  • Hvernig er sótt um sjóðinn?

Nánari upplýsingar um framkvæmdasjóð ferðamannastaða