Flýtitenglar

Úthlutað úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra

Úthlutað var úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra föstudaginn 28. apríl og fór athöfnin fram í menningarhúsinu Bergi á Dalvík. Sjóðnum bárust alls 156 umsóknir, þar af 45 til atvinnuþróunar og nýsköpunar og 111 til menningar.  Sótt var um 231,5 m.kr.,  þar af 110,5 m.kr. til atvinnuþróunar og nýsköpunar og 121 m.kr. til menningarstarfs.

Alls fengu 77 verkefni styrkvilyrði að upphæð samtals um 79 m.kr. Á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar hlutu 25 verkefni styrkvilyrði að upphæð samtals 34,8 m.kr. Úthlutað var til styrkvilyrðum til 42 menningarverkefna, samtals að upphæð 27 m.kr. og stofn- og rekstarstyrkir á sviði menningar voru 10 talsins, samtals að upphæð 17,1 m.kr.

Hér má sjá lista yfir styrkvilyrði 2017