Flýtitenglar

 • Grænilækur_ap9961

  Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum fyrir 2017

  Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar. Styrkveitingar miðast við árið 2017.
  Starfsmenn sjóðsins verða með viðveru og vinnustofur á starfssvæðinu.
  Sjá nánar hér

 • Husavik_ap8810
 1. 1
 2. 2
 3. 3
 4. 4
 5. 5
 6. 6

Viðtöl og vinnustofur fyrir umsóknir

Starfsmenn uppbyggingarsjóðs verða með viðtöl og vinnustofur á starfssvæði Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga í tengslum við komandi úthlutun úr sjóðnum þar sem veitt verður ráðgjöf við gerð umsókna. Á vinnustofum gefst umsækjendum tækifæri á að koma með umsóknir í vinnslu, fá aðstoð og leiðbeiningar.
Nauðsynlegt er að skrá sig í vinnustofur og panta viðtalstíma.
Sjá nánari upplýsingar

Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2017.  Hlutverk sjóðsins er að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni, auk þess veitir sjóðurinn stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála. Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar. Starfsmenn sjóðsins verða með viðveru og vinnustofur á starfssvæðinu í tengslum við úthlutunina, þar sem veitt verður ráðgjöf við gerð umsókna.  Sjá nánar

Ábyrg ferðaþjónusta – þátttakendur yfir 300

Yfirlýsing um ábyrga ferðaþjónustu var undirrituð af forsvarsfólki á þriðja hundrað fyrirtækja þriðjudaginn 10. janúar. Undirritun fór fram við hátíðlega athöfn í Háskólanum í Reykjavík en á sama tíma  var boðið uppá undirskrift á nokkrum stöðum á landsbyggðinni og viðburðinum varpað á Skype. Þingeysk fyrirtæki taka þátt í verkefninu og mættu fulltrúar nokkurra þeirra til undirritunar á Húsavík. Þegar þetta er skrifað eru þáttökufyrirtæki orðin fleiri en 300. Meira →

Ábyrg ferðaþjónusta

Ábyrg ferðaþjónsta er hvatningarverkefni og er tilgangur verkefnisins að stuðla að því að Ísland verði ákjósanlegur áfangastaður ferðamanna um ókomna tíð sem styður við sjálfbærni fyrir komandi kynslóðir þjóðarinnar. Með ábyrgri ferðaþjónustu er átt við að fyrirtækin axli ábyrgð á þeim afleiðingum sem rekstur þeirra hefur á umhverfið og samfélagið. Aðstandendur verkefnisins bjóða íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum að sammælast um nokkrar skýrar og einfaldar aðgerðir um ábyrga ferðaþjónustu.

Yfirlýsingin verður undirrituð í Háskóla Reykjavíkur þann 10. janúar 2017 kl. 14.30 en einnig verður hægt að taka þátt í athöfninni og undirrita yfirlýsinguna um fjarfundabúnað.

Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga í samstarfi við Íslenska ferðaklasann býður þátttakendum á starfssvæðinu að koma og undirrita yfirlýsinguna í húsnæði Þekkingarnets Þingeyinga að Hafnarstétt 3 á Húsavík, þriðjudaginn 10. janúar kl.14:30. Sent verður út á Skype á milli staða þannig að sem flestir landshlutar geti verið þátttakendur á sama tíma

Sjá nánar um verkefnið og yfirlýsinguna:

Íslenski ferðaklasinn
Markaðsstofa Norðurlands