Flýtitenglar

  • HerdubreidGrafarlond
  • Kópasker_ap2541
  1. 1
  2. 2
  3. 3
  4. 4
  5. 5
  6. 6

Hleypt lífi í Þingeyska matarbúrið!

Á aðalfundi Þingeyska matarbúrsins sem haldin var á Fosshótel Húsavík 2. júlí síðastliðinn var ný stjórn kosinn og hlutverk félagsins endurskoðað..

Ný stjórn félagsins er skipuð Birni Víkingi Björnssyni, Erni Loga Hákonarsyni, Guðrúnu Þ Gunnarsdóttur, Guðrúnu Tryggvadóttur, og Nönnu Steinu Höskuldsdóttur sem var kjörin formaður.

Þingeyska matarbúið er sameiginlegur vettvangur framleiðslu sem og veitingaþjónustugeirans í  Þingeyjarsýslum. Framundan er að kanna áhuga hagaðila á að halda matarmarkað á Húsavík í sumar og þjappa aðilum saman til að koma á frekari samvinnu t.d. varðandi dreifingarleiðir.

Fundurinn var góður og hugur í fólki og á næstu dögum verður hugur hagaðila enn frekar kannaður hvort að áhugi sé fyrir áframhaldandi starfi matarbúrsins.

Sigurður S. Þórarinsson og Hafdís Jósteinsdóttir hlutu hvatningarverðlaun AÞ

Frá árinu 2002 hefur Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga árlega veitt hvatningarverðlaun í tengslum aðalfund félagsins. Markmiðið með verðlaununum er að hvetja til nýsköpunar og árangurs í rekstri með því að verðlauna það sem vel er gert á þessu sviði. Á aðalfundi AÞ, sem haldinn var á Húsavík fimmtudaginn 28. júní 2018, var þessi viðurkenning veitt í 17. sinn og hlutu hjónin Sigurður S. Þórarinsson og Hafdís Jósteinsdóttir viðurkenningu fyrir uppbyggingu á farsælum fjölskyldurekstri sem nú færist á herðar afkomenda. Meira →

Héraðsnefnd Þingeyinga bs. – vorfundur

Fyrsti fundur fulltrúaráðs Héraðsnefndar Þingeyinga bs. að afloknum sveitarstjórnarkosningum fer fram fimmtudaginn 28. júní kl. 13:00 á Fosshótel Húsavík. Fundurinn er opinn til áheyrnar á meðan húsrúm leyfir.

HÚH! Atvinnuþróunarfélagið fer í frí til að fylgjast með leiknum

Eins og einhverjir vita eru Íslendingar að fara að keppa við Nígeríu í undanriðli HM. Spennan er ótrúleg og hvarvetna á fólk erfitt með einbeitingu vegna stress eða eru hreinlega upptekið við að fara í gegnum alla hjátrúarrútínuna sem fylgir svona leikjum.

Starfsmenn AÞ ætla að hafa lokaða skrifstofu frá og með 14:00 í dag til að komast í gírinn og horfa svo vel peppuð á strákana okkar. Áfram Ísland!

Dreifing ferðamanna um landið

Nýjustu  niðurstöður talninga ferðamanna á áfangastöðum árið 2017 voru birtar í skýrslu sem gefin var út í maí 2018 af Ferðamálastofu. Höfundar skýrslunnar eru Rögnvaldur Ólafsson og Gyða Þórhallsdóttir.

Umferð um Hólasand eykst frá ári til árs, flesta mánuði ársins og hlutfallslega mest á haustmánuðum sem er gaman að sjá. Áhersla í þróun ferðaþjónustu hefur undanfarið verið á að fjölga ferðamönnum heilt yfir en þó sérstaklega á vor og haustmánuðum.

Skýrsluna í heild sinni má sjá hér.