Flýtitenglar

  • Husavik_ap8810
  • Reykjahlid_ap3860
  1. 1
  2. 2
  3. 3
  4. 4
  5. 5
  6. 6

Þingeyingum fjölgar umfram landsmeðaltal – miklar sveiflur innan svæðis

Starfssvæði AÞSkv. nýútkomnum tölum Hagstofu Íslands um íbúafjölda voru landsmenn 338.349 þann 1. janúar síðastliðinn og hafði fjölgað um 5.820 frá sama tíma í fyrra, eða um 1,8%.  Á sama tíma hafði íbúum á  starfssvæði atvinnuþróunarfélagsins fjölgað um  126 eða 2,6% og er það í fyrsta skipti í langan tíma sem þeim fjölgar umfram landsmeðaltal. Meira →

Úthlutað úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Tillögur stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um úthlutun vorið 2017 hafa verið samþykktar af ráðherra. Alls eru veittir styrkir til 58 verkefna hringinn í kringum landið og nemur heildarfjárhæð styrkja 610 milljónum króna.

Sex verkefni á starfssvæði AÞ hlutu styrk að þessu sinni, samtals 107,8 milljónir. Meira →

Máfahátíð á Húsavík 9-10 mars

Máfahátíð verður haldin á Húsavík  dagana 9. og 10. mars nk. Fuglastígur á Norðausturlandi stendur fyrir hátíðinni í samstarfi við ýmsa aðila og er henni  ætlað að vekja athygli á ríku fuglalífi Norðurlands/Íslands að vetri til og hvernig það getur nýst samfélaginu. Þetta er í fyrsta skipti sem Máfahátíð er haldin hér, en sambærileg hátíð hefur verið haldin í Varanger í Norður Noregi á vegum Biotope, sem er samstarfsaðili Fuglastígs. Meira →

NORA: Næsti umsóknarfrestur er 13. mars

Norræna Atlantshafssamstarfið, NORA, styrkir samstarf á Norður-Atlantshafssvæðinu og veitir verkefnastyrki tvisvar á ári. Nú óskar NORA eftir styrkumsóknum með umsóknarfrest mánudaginn 13. mars 2017.

NORA veitir styrki að hámarki 500.000 danskar krónur á ári og mest til þriggja ára. Skilyrði er að þátttaka sé frá a.m.k. tveimur NORA-löndum, en aðildarlönd eru Ísland, Grænland, Færeyjar og strandhéruð Noregs. Meira →